Hafir þú spurningar varðandi skilmálana endilega sendu okkur þá fyrirspurn á netfangið info@islanders.is
Verð og greiðslur
Það verð sem er uppgefið fyrir hverja vöru fyrir sig er það verð sem er borgað þegar pöntun á sér stað. Öll kortaviðskipti í vefversluninni eru dulkóðuð og fara í gegnum DalPay Retail. Á kortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +18778657746. Innifalið í verðinu er virðisaukaskattur. Hægt er að greiða með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu.
Islanders áskilur sér þann rétt á að breyta verði á vörum fyrirvaralaust.
Kvartanir
Vinsamlegast sendið kvartanir á info@islanders.is
Vöruskil
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Ef vöru er ekki skipt fyrir aðra vöru verður gefinn út inneignarkóði á síðunni. Kóðinn gildir í hálft ár frá útgáfudegi og er virkjaður við almenn vörukaup.
Sendingar
Pöntun er afgreidd þegar greiðsla hefur borist. Ef greitt er með millifærslu hefur viðkomandi 2 tíma til þess að greiða annars fer varan aftur í sölu. Hægt er að velja að sækja pöntun eða fá sent. Allar sendar pantanir fara með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.islanders.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá islanders.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Sendingarkostanaður er 1500 kr. fyrir allar vörur.
Hægt er að sækja pantanir eftir samkomulagi.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Greiðsla með millifærslu:
Þegar valið er að greiða með millifærslu þarf að vera búið að greiða innan 2 klukkustunda, annars fer varan aftur í sölu.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskipti sín. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.